Hćđsta ţjálfaramenntun Evrópu í Álaborg

Um árabil hefur Þjálfaraskólinn í Álaborg í Danmörku menntað afreksþjálfara í badmintonþjálfunarfræðum. Nemendur skólans hafa fengið menntun sína hátt metna innan þjálfaramenntunarkerfisins í Danmörku og verið vinsælir þjálfarar um heim allan. Fjórir íslenskir badmintonþjálfarar hafa stundað þar nám en það eru þau Birna Petersen, Anna Lilja Sigurðardóttir, Tinna Helgadóttir og Magnús Ingi Helgason.

Nú hefur Þjálfaraskólinn hafið samstarf við Badmintonsamband Evrópu (BE). BE tekur á móti umsóknum í skólann og mælir með því hvaða þjálfarar fá að stunda þar nám. Námið er auk þess tengt menntunarkerfi BE og það hæðsta sem hægt er að fá hér í Evrópu. Í vetur stunda tíu nemendur nám við skólann undir stjórn Kenneth Larsen fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands og Danmerkur og Claus Poulsen fyrrverandi landsliðsþjálfara Ástralíu og Hollands.

Nýr hópur hefur nám í skólanum um miðjan ágúst 2009 og eru umsóknir byrjaðar að streyma inn. Nánari upplýsingar um námið má finna á heimasíðu BE.

Njörður Ludvigsson og Kenneth Larsen

Skrifađ 1. desember, 2008
ALS