Radisson bikarinn - Annari umfer­ loki­

Radisson bikarinn er liðakeppni sem nú er í gangi milli badmintonfélaganna sem hafa meistaraflokks leikmenn innan sinna raða. Annari umferð keppninnar lauk í gær en als er um sex umferðir að ræða.

Eftir fyrstu tvær umferðirnar er lið TBR með forystu en skammt undan í öðru sæti er lið KR. TBR liðið sigraði lið ÍA í annari umferðinni 6-2 og KR-ingar sigruðu lið BH með sömu úrslitum. TBR og KR hafa ekki mæst ennþá.

Gert verður hlé á keppninni í desember en hún fer síðan á fullt aftur um miðjan janúar. Smellið hér til að skoða úrslit allra leikja í Radisson bikarnum. Í myndasafninu hér á síðunni eru komnar inn nokkrar myndir af liðum keppninnar.

Radisson bikarinn. Lið TBR: Guðmundur Adolfsson, Indriði Björnsson, Broddi Kristjánsson, Katrín Atladóttir, Vigdís Ásgeirsdóttir, Njörður Ludvigsson og Þorsteinn Páll Hængsson.

Skrifa­ 28. nˇvember, 2008
ALS