Helgi áfram úr undankeppninni

Íslandsmeistarinn Helgi Jóhannesson lék í undankeppni einliðaleiks á alþjóðlega badmintonmótinu Yonex Welsh International í dag.

Í fyrstu umferð undankeppninnar mætti hann óþekktum Englending, Ben Dolman. Helgi sem fyrirfram var talin sigurstranglegri sigraði nokkuð örugglega 21-18 og 21-12.

Í annari umferð mætti Helgi öðrum Englending, Jack Molyneux. Sá leikur var mun jafnari og mjög spennandi. Fyrstu lotuna vann Helgi 21-17 en aðra lotuna vann Molyneux 22-20. Það þurfti því að leika oddalotu til að knýja fram úrslit og þar sigraði Helgi naumlega 23-21.

Í úrslitaleik um sæti í aðalkeppni mótsins mætti Helgi síðan Frakkanum Thomas Rouxel. Rouxel komst nokkuð auðveldlega í úrslitin en hann fékk sinn fyrsta leik gefin og annan leikinn sigraði hann örugglega. Helgi kom hinsvegar þreyttur í úrslitaleikinn eftir tæplega klukkustundar langan leik við Molyneux stuttu áður. Það kom þó ekki að sök því Helgi vann leikinn og leikur því í aðal mótinu á morgun. Fyrstu lotunni tapaði Helgi 21-15 en vann næstu tvær 21-13 og 21-17.

Keppnin á morgun hefst kl. 9.00 að íslenskum tíma. Leikir Magnúsar Inga og Helga eru eftirfarandi:

kl. 13.00 Magnús Ingi - Rune Massing (NED)
kl. 13.00 Helgi - Brice Leverdez (FRA)
kl. 14.40 Magnús Ingi leikur í 16 liða úrslitum ef sigur gegn Massing
kl. 15.20 Helgi leikur í 16 liða úrslitum ef sigur gegn Leverdez
kl. 17:40 Magnús Ingi/Helgi - Morgan/Phillips (WAL)
kl. 20.20 Magnús Ingi og Helgi leika í 16 liða úrslitum ef sigur gegn Walesverjunum

Smellið hér til að fylgjast með gangi mála á Yonex Welsh International.

Helgi Jóhannesson og Árni Þór Hallgrímsson, landsliðsþjálfari.

Skrifað 27. nóvember, 2008
ALS