Uppsögn Árna Þórs dregin til baka

Eins og flestu badmintonfólki er kunnugt var samningi við Árna Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfara sagt upp í lok október sökum óvissu í efnahagsmálum. Lausn hefur fundist nú á launamálum þjálfarans og hefur stjórn Badmintonsambands Íslands ákveðið að draga uppsögnina til baka.

Áður var búið að setja landsliðsferðir á frost en lausn hefur einnig fundist á því með því að BSÍ, aðildarfélög og leikmenn skipta kostnaði jafnt á milli sín. Allir aðilar eru sammála um að taka sameiginlega á því vandamáli sem fjármálakreppan veldur í starfi BSÍ.

Skrifað 25. nóvember, 2008
ALS