Mótahald helgarinnar

Tvö mót eru á mótaskrá Badmintonsambandsins um helgina. Á laugardeginum fer Haustmót TBR fram í TBR húsunum og á sunnudaginn fer Unglingamót KR fram í Frostaskjólinu.

Haustmót TBR er eina mót ársins þar sem leikið er með forgjöf og er keppnisfyrirkomulagið skemmtileg tilbreyting fyrir leikmenn. Í mótinu geta ungir leikmenn mætt landsliðsfólki og fá þá nokkur stig í plús meðan landsliðsfólkið byrjar með mínusstig. Keppnin er jafnan hörð og nokkuð um óvænt úrslit. Smellið hér til að skoða niðurröðun og tímasetningar Haustmóts TBR.

KR-ingar komu nýlega inn með unglingamót á mótaskrá BSÍ en þeir hafa um árabil haldið fullorðinsmót. Mótið á sunnudag er einliðaleiksmót þar sem leikið er í riðlum. Um er að ræða keppni fyrir leikmenn sem ekki hafa unnið til verðlauna á opnum mótum eða B&C mót eins og það er kallað. Smellið hér til að skoða niðurröðun Unglingamóts KR.

Skrifað 21. nóvember, 2008
ALS