Hugmyndanámskeið fyrir þjálfara

Laugardaginn 29.nóvember næstkomandi heldur Badmintonsamband Íslands hugmyndanámskeið fyrir þjálfara. Umfjöllunarefnið að þessu sinni er efling hreyfiþroska og fótaburðar. Kennari er Anna Lilja Sigurðardóttir, íþróttafræðingur og badmintonþjálfari. Námskeiðið fer fram í TBR húsunum og hefst kl. 14.00, áætlað er að því ljúki um kl. 18.

Með aukinni kyrrsetu þjóðarinnar og minni líkamlegum kröfum í daglegu lífi þurfa þjálfarar að virkja nemendur sína enn meira með almennum æfingum en áður. Á námskeiðinu verða kynntar æfingar í sérstökum stigum og á gólfi til að auka hreyfiþroska og efla fótaburð leikmanna. Þátttakendur fá lista yfir æfingar sem auðvelt er að nýta sér í þjálfuninni.

Þátttökugjald er kr. 4.000. Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 21.nóvember. Skráningar óskast sendar á netfangið annalilja@badminton.is með upplýsingum um nafn, kennitölu, símanúmer og greiðanda námskeiðsins.

Skrifað 20. nóvember, 2008
ALS