Atlamótiđ nćsta mót á Stjörnumótaröđinni

Næsta mót Stjörnumótaraðar BSÍ er Atlamót ÍA. Mótið fer fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi 27.-28.október. Keppni hefst kl. 13.30 á laugardag og kl. 10.00 á sunnudag. Keppt verður fram að í undanúrslit á laugardeginum. Keppt verður í meistara, A og B flokki í öllum greinum. Síðasti frestur til að skrá leikmenn í mótið rennur út á hádegi á morgun þriðjudag. Hægt er að smella hér til að nálgast mótaboðið frá Badmintonfélagi Akraness.
Skrifađ 22. oktober, 2007
ALS