Sigurganga Tinnu heldur áfram

Landsliðskonan Tinna Helgadóttir heldur áfram sigurgöngu sinni fyrir danska félagsliðið Greve. Um helgina mætti liðið Team Roskilde í 2.deild dönsku liðakeppninnar og sigraði 10-3. Tinna lék 1.tvenndarleik og 1.tvíliðaleik kvenna í viðureigninni og sigraði í báðum tilvikum.

Þetta var fjórði leikur Greve í röð þar sem Tinna er ósigruð. Næsti leikur Greve í 2.deildinni er gegn Hvidovre BC á heimavelli í Greve. Smellið hér til að skoða leikskipulag tímabilsins í 2.deildinni og hér til að skoða úrslit allra leikja í viðureign Greve og Roskilde um helgina.

Tinna Helgadóttir

Skrifað 18. nóvember, 2008
ALS