Ţrír ţrefaldir á Reykjavíkurmóti unglinga

Um helgina fór Reykjavíkurmót unglinga fram í TBR húsunum við Gnoðarvog. Það var Badmintonráð Reykjavíkur sem hélt mótið en Badmintonráðið eru samtök Reykjavíkurfélaganna KR og TBR.

Þrír leikmenn náðu þeim frábæra árangri að sigra í öllum þremur greinunum í sínum flokki um helgina, þ.e. einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Þetta voru þau Sigríður Árnadóttir í U13, Gunnar Bjarki Björnsson í U15 og Margrét Jóhannsdóttir í U15, krakkarnir keppa öll fyrir TBR.

Úrslit allra leikja má finna með því að smella hér. Myndir frá verðlaunaafhendingu mótsins má finna á heimasíðu TBR.

Skrifađ 17. nóvember, 2008
ALS