Reykjavíkurmót unglinga um helgina

Badmintonráð Reykjavíkur heldur Reykjavíkurmót unglinga um helgina í TBR-húsunum. Mótið er opið fyrir öll badmintonfélög, innan sem utan Reykjavíkur. Alls eru um 100 börn og unglingar skráð til keppni frá sex félögum.

Keppni hefst kl. 10.00 á laugardeginum og er áætlað að henni ljúki um kl. 17. Keppt verður fram í undanúrslit í einliðaleik og fram í úrslit í tvíliða- og tvenndarleik á laugardeginum. Á sunnudeginum hefst keppni einnig kl. 10 og er búist við að mótslok verði um kl.13.

Smellið hér til að skoða niðurröðun og tímasetningar mótsins.

Skrifađ 13. nóvember, 2008
ALS