Ný heimasíđa hjá TBR

Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur opnaði nýverið nýja heimasíðu á slóðinni www.tbr.is. Það er landsliðsmaðurinn Helgi Jóhannesson sem hannaði og hefur haft veg og vanda við að setja síðuna upp.

Það er von TBR-inga að nýja síðan muni bæta aðgengi almennings að félaginu. Einnig á hún að nýtast sem góður miðill og veita innsýn í starfsemi félagsins. Á síðunni má finna upplýsingar um æfingatíma, starfsfólk, keppnishóp félagsins og margt fleira. Smellið hér til að skoða nýja heimasíðu TBR.

Skrifađ 12. nóvember, 2008
ALS