Badmintondagur TOYOTA

Toyota á Íslandi hefur verið mikilvægur samstarfsaðili Badmintonsambandsins um nokkurra ára skeið. Starfsmenn fyrirtækisins halda reglulega íþróttadaga þar sem keppt er í hinum ýmsu íþróttagreinum. Síðastliðinn laugardag mættu nokkrir vaskir starfsmenn í TBR húsið og kepptu sín á milli í badminton.

Fulltrúi Badmintonsambandsins leiðbeindi um reglur og stjórnaði keppninni. Sigurvegari mótsins, Jóhannes Jóhannesson, fékk í hendur glæsilegan farandgrip sem búið var að útbúa í tilefni mótsins en einnig fengu efstu þrír í mótinu viðurkenningarskjal og verðlaunapening. Í öðru sæti var Haraldur Þór Stefánsson og í því þriðja Kristinn Jón Einarsson.

Meðfylgjandi mynd var tekin af verðlaunahöfum eftir keppnina.

Badmintondagur TOYOTA. Frá vinstri Kristinn (3.sæti), Jóhannes (1.sæti) og Haraldur (2.sæti).

Skrifað 10. nóvember, 2008
ALS