Katrín vann tvöfallt á Óskarsmótinu

Annað mótið á Stjörnumótaröð BSÍ 2007-2008, Óskarsmótið, fór fram í KR-heimilinu um helgina. Keppt var í tvíliða- og tvenndarleik í meistara og A flokki. TBR-ingurinn Katrín Atladóttir sigraði tvöfallt á mótinu eða í bæði tvíliða- og tvenndarleik.

Í meistaraflokki karla sigruðu gömlu kempurnar Broddi Kristjánsson og Þorsteinn Páll Hængsson með nokkrum yfirburðum en í tvíliðaleik kvenna voru það Katrín Atladóttir og Halldóra Elín Jóhannsdóttir sem báru sigur úr býtum. Í tvenndarleik í meistaraflokki sigruðu Bjarki Stefánsson og Katrín Atladóttir.

Úrslit í öllum greinum og flokkum má nálgast með því að smella hér. Einnig má sjá umfjöllun um mótið á heimasíðu Badmintondeildar KR.

Skrifađ 22. oktober, 2007
ALS