Fjölmennt í Keflavík

Sparisjóðsmót Keflavíkur verður haldið í Íþróttahúsinu við Sunnubraut á laugardaginn. Mótið er svokallað B mót og því aðeins opið fyrir þau börn og unglinga sem ekki hafa unnið til verðlauna fyrir sitt félag á opnum mótum.

Alls hafa um 130 leikmenn víðsvegar af landinu skráð sig til keppni um helgina. Yngstu keppendurnir í U11 flokknum hefja keppni kl. 10.00 á laugardag og spila til kl. 12.00. Spiluð er ein lota í 21 og verða spilaðir eins margir leikir og mögulegt er innan tímamarkanna. Leikmenn í U13 og U15 flokkunum hefja síðan keppni kl. 12.00 og spila fram eftir degi. Í eldri tveimur flokkunum er keppt bæði í einliða- og tvíliðaleik en í U11 er aðeins spilaður einliðaleikur.

Smellið hér til að skoða niðurröðun og tímasetningar.

Skrifað 7. nóvember, 2008
ALS