Tinna og félagar í Greve sigruđu

Badmintonkonan Tinna Helgadóttir sem í vetur æfir og keppir í Danmörku heldur áfram að spila vel fyrir lið sitt Greve. Um helgina var leikin þriðja umferðin í 2.deild liðakeppninnar í Danmörku þar sem lið Tinnu, Greve 2, mætti Hilleröd og sigraði glæsilega 9-4.

Tinna spilaði fyrsta tvenndarleikinn og fyrsta tvíliðaleik kvenna. Í báðum viðureignum unnu Tinna og meðspilarar hennar sannfærandi sigur. Smellið hér til að skoða nánari úrslit.

Tinna hefur ekki tapað leik í liðakeppnum vetrarins fyrir Greve sem er frábær árangur hjá íslensku landsliðskonunni. Næsti leikur Greve er gegn Team Roskilde 15.nóvember næstkomandi.

Tinna Helgadóttir

Skrifađ 4. nóvember, 2008
ALS