Spennandi mót framundan

Um helgina fer fram í TBR húsunum SPRON MÓTIÐ í badminton. Mótið gefur stig á styrkleikalista Badmintonsambandsins og er hluti af SPRON mótaröðinni.

Keppt er í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í meistaraflokki og er margt af sterkasta badmintonfólki landsins skráð til leiks. Einn erlendur gestur tekur þátt í mótinu en það er austurríska stúlkan Miriam Gruber.

Keppni hefst á föstudag kl. 19.00 en þá verða leiknar tvær umferðir í einliðaleik karla og ein umferð í einliðaleik kvenna og tvenndarleik. Reiknað er með að keppni ljúki um kl. 21.30 á föstudeginum. Á laugardeginum hefst keppni á tvenndarleik kl. 10.00. Áætlað er að úrslitaleikir mótsins hefjist um kl. 15.30 og að mótslok verði um kl. 18.

Smellið hér til að skoða niðurröðun og tímasetningar mótsins. Athugið að tímasetningar eru til viðmiðunar og er hugsanlegt að þær breytist eitthvað henti það betur fyrir framgöngu mótsins.

 

 

Skrifað 4. nóvember, 2008
ALS