Kínverjar heimsmeistarar unglinga

Heimsmeistaramót unglinga hófst á Indlandi fyrir um viku síðan og lýkur á sunnudaginn. Nú er í gangi einstaklingskeppni mótsins en liðakeppni var leikin fyrstu fjóra dagana.

Kínverjar höfðu þó nokkra yfirburði í liðakeppninni og sigruðu nokkuð sannfærandi. Lið Kóreu varð í öðru sæti og Malasía í því þriðja. Af þeim rúmlega tuttugu liðum sem tóku þátt í liðakeppninni voru fimm evrópsk. Bestum árangri evrópsku liðanna náðu Frakkar en þeir enduðu í 12.sæti. Nokkra athygli vekur að mikla badmintonþjóð, Danir, mættu ekki með lið í mótið og aðeins þrír leikmenn þeirra taka þátt í liðakeppninni. Ástæðan mun vera sú að þeir töldu aðeins þrjá leikmenn eiga erindi í þetta sterka mót en einnig voru einhverjir leikmenn þeirra meiddir og náðu því ekki að æfa sem skildi.

Í dag eru leikin 16-liða úrslit í einstaklingskeppninni en úrslitaleikirnir fara fram á sunnudag. Yfirburðir Asíuþjóðanna virðast vera miklir í einstaklingskeppninni líkt og í liðakeppninni en það kemur betur í ljós á næstu dögum.

Smellið hér til að fylgjast með gangi mála á HM unglinga.

Skrifađ 30. oktober, 2008
ALS