Unglingalandsli­in Šfa um helgina

Landsliðsþjálfarinn Árni Þór Hallgrímsson hefur boðað leikmenn á unglingalandsliðsæfingar í TBR húsunum um helgina. Um er að ræða aldursflokkana U15 og U17. Hóparnir æfa bæði laugardag og sunnudag og fær hvor hópur tvær æfingar á dag. U15 krakkarnir æfa kl. 9.00 og 13.00 báða dagana en U17 krakkarnir kl. 10.30 og 14.30.

Um síðustu helgi æfði æfingahópur A-landsliðsins saman. Það er því heldur betur búið að vera mikið um að vera hjá leikmönnum síðan badmintontímabilið hófst í lok september.

Helgi Jóhannsson, Ragna Ingólfsdóttir og Árni Þór Hallgrímsson, landsliðsþjálfari

Skrifa­ 29. oktober, 2008
ALS