SPRON MÓTIĐ

Badmintonsamband Íslands heldur opið mót, SPRON MÓTIÐ, í TBR húsunum dagana 7.-8.nóvember næstkomandi. Keppt verður í meistaraflokki í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Hrein útsláttarkeppni er í öllum greinum. Mótið gildir til stiga á styrkleikalista BSÍ og stigalista SPRON mótaraðarinnar. Vitað er um einn erlendan gest í einliðaleik kvenna. Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um SPRON MÓTIÐ.

Dagana 6.-9.nóvember átti hið áralega Iceland SPRON International að fara fram en eins og flestum er kunnugt um neyddist Badmintonsambandið til að fella það niður. SPRON MÓTIÐ er því vonandi kærkomið fyrir besta badmintonfólk landsins sem í ár fær því miður ekki mót á heimavelli sem gildir til stiga á heimslista.

Skrifađ 28. oktober, 2008
ALS