Úrslit Unglingamóts BH

Unglingamót Badmintonfélags Hafnarfjarðar fór fram í Kaplakrika um helgina. Mótið var spilað annað árið í röð sem liðakeppni milli félaga og má segja að spilafyrirkomulagið sé komið til að vera. Árið 2006 skráðu átta lið sig til keppni frá fjórum félögum en í ár voru það 22 lið frá níu félögum sem tóku þátt í þessu skemmtilega móti, alls um 120 leikmenn. Badminton er í flestum tilvikum spilað í einstaklingsmótum og aðeins fullorðnir hafa tekið þátt í Deildakeppni BSÍ eina helgi ár hvert og landsliðsfólkið í alþjóðlegum mótum. Hér er því um nýbreytni að ræða fyrir börn og unglinga á Íslandi.

Úrslit flokkanna urðu eftirfarandi:

U13 - A
1. TBR - Y
2. TBR - Z
3. TBR - X
4. ÍA

U13 - B
1. UDN - Búðardal
2. Hamar/Þór
3. UMSB
4. BH
5. UMFA

U15 - A
1. BH
2. ÍA/UMSB
3. TBR - Y
4. TBR - X

U15 - B
1. Hamar
2. Keflavík
3. UDN
4. UMFA

U17/U19
1. ÍA - 1
2. ÍA - 2
3. BH
4. Hamar
5. UMFA

Veittir voru glæsilegir bikarar í verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í hverjum flokki en einnig fengu allir þátttakendur fallegt lyklakippuband í þátttökuverðlaun merkt badmintoníþróttinni.
Nákvæm úrslit allra leikja má finna með því að smella hér. Með því að smella á nafn einstakra leikmanna/liða má sjá yfirlit yfir alla leiki þeirra í mótinu.

Myndir frá mótinu eru komnar inná heimasíðu Badmintonfélags Hafnarfjarðar.

Skrifađ 22. oktober, 2007
ALS