Vetrarmót TBR um helgina

Unglingamótið Vetrarmót TBR fer fram í TBR húsunum um helgina. Um 120 leikmenn eru skráðir til leiks og koma þeir víðsvegar af landinu. Flestir af suður og vesturlandi en nokkrir alla leið frá Akureyri.

Mótið hefst kl. 10.00 á laugardag en þann dag verður leikið í yngstu aldursflokkunum tveimur U13 og U15. Búast má við að keppni ljúki þann dag milli kl. 16 og 17. Á sunnudeginum keppa elstu tveir unglingaflokkarnir U17 og U19 ásamt því að leikið verður til úrslita í yngstu flokkunum tveimur. Keppni hefst einnig kl. 10.00 á sunnudeginum og má búast við að mótslok verði um kl. 16.

Smellið hér til að skoða niðurröðun og tímasetningar Vetrarmóts TBR.

Skrifađ 24. oktober, 2008
ALS