Badmintoníţróttaskólar - frábćr leiđ til nýliđunar

Í vetur heldur Badmintonsambandið röð hugmyndanámskeiða fyrir þjálfara og aðra áhugasama. Fyrsta námskeiðið er á næsta leiti en það fer fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði sunnudaginn 2.nóvember næstkomandi. Námskeiðið hefst kl. 13 og áætlað er að því ljúki um kl. 17.

Viðfangsefni fyrsta hugmyndanámskeiðs vetrarins eru badmintoníþróttaskólar. Íþróttaskólar fyrir 3-5 ára börn hafa verið algengir hjá íþróttafélögum víðsvegar um landið um árabil. Á námskeiðinu verður kynnt fyrirkomulag Badmintonfélags Hafnarfjarðar á badmintoníþróttaskóla. Þátttakendur fylgjast með einum tíma í Íþróttaskóla BH ásamt því að fá kynningu á markmiðum og skipulagi skólans ásamt hugmyndum að leikjum, þrautum o.fl. fyrir yngstu kynslóðina.

Íþróttaskólar eru frábær leið til að auka nýliðun í félögum og tengja iðkendur við félagið frá unga aldri. Þjálfarar, forsvarsmenn félaga, stjórnarfólk og aðrir áhugasamir geta haft gagn og gaman að þessu fyrsta námskeiði. Einnig ættu umsjónarmenn almennra íþróttaskóla hjá hverfafélögum þar sem badmintondeild er starfrækt mikið erindi á námskeiðið. Þeir fengju þá hugmyndir um hvernig hægt væri að koma badmintoníþróttinni inní íþróttaskóla félagsins.

Námskeiðsgjald er kr. 4.000 og síðasti skráningardagur er á morgun föstudaginn 24.október. Vinsamlega sendið skráningar á netfangið annalilja@badminton.is með upplýsingum um nafn, kennitölu, tölvupóstfang og greiðanda námskeiðsins. Athugið að afsláttur fæst með því að greiða fyrir öll hugmyndanámskeiðin sem haldin verða í vetur í einu. Sjá nánari upplýsingar með því að smella hér.

 

Skrifađ 23. oktober, 2008
ALS