Helgi og Magnús í 8-liđa úrslit í Slóvakíu

Þeir Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason eru komnir í átta liða úrslit á alþjóðlega badmintonmótinu HEAD Slovak International. Þeir sigruðu í kvöld í 16-liða úrslitum ítalska parið Manuel Batista og Giovanni Traina. Segja má að þeir ítölsku hafi steinlegið fyrir íslensku strákunum en þeir sigruðu 21-6 og 21-7.

Í 8-liða úrslitunum á morgun mæta Magnús og Helgi þeim Lukasz Moren og Michal Rogalski frá Póllandi. Moren og Rogalski eru númer 64 á heimslistanum og hafa náð góðum árangri í alþjóðlegum mótum undanfarið ár. Þeir eru með aðra röðun í mótinu og því taldir líklegir til að komast í úrslit. Það verður því við ramman reip að draga hjá þeim Helga og Magnúsi í fyrramálið.

Smellið hér til að fylgjast með gangi mála á HEAD Slovak Open.

Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson

Skrifađ 17. oktober, 2008
ALS