Óskarsmótiđ á sunnudag

Á sunnudaginn verður Óskarsmótið í tvíliða- og tvenndarleik haldið í KR-heimilinu. Mótið er hluti af SPRON mótaröð Badmintonsambands Íslands og er það þriðja af níu mótum mótaraðarinnar í vetur. Keppni hefst kl.10.00 og er áætlað að henni ljúki um kl. 16. Sigursælustu leikmenn síðasta móts, TBR-ingarnir Snjólaug Jóhannsdóttir og Atli Jóhannesson, eru á meðal keppenda um helgina. Smellið hér til að skoða niðurröðun og tímasetningar Óskarsmóts KR í tvíliða- og tvenndarleik.

Staða efstu manna á SPRON mótaröðinni er mjög jöfn eftir fyrstu þrjú mótin. Í meistarflokki karla hefur Atli Jóhannesson, TBR, nauma forystu og í meistaraflokki kvenna er BH-ingurinn Ida Larusson hársbreidd á undan Snjólaugu Jóhannsdóttur á listanum. Smellið hér til að skoða stöðu leikmanna á styrkleikalista SPRON mótaraðarinnar.

Atlamót ÍA. Snjólaug Jóhannsdóttir, TBR, og Ida Larusson, BH, sigurvegarar í tvíliðaleik í meistaraflokki kvenna.

Skrifađ 17. oktober, 2008
ALS