Góđ byrjun í tvíliđaleiknum í Slóvakíu

Íslandsmeistararnir Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason sigruðu úkraínska andstæðinga sína í fyrstu umferð tvíliðaleiks á alþjóðlega badmintonmótinu HEAD Slovak Open sem fram fer í Presov þessa dagana. Sigur Helga og Magnúsar Inga var nokkuð öruggur en loturnar fóru 21-12 og 21-11.

Þetta er góð byrjun hjá íslensku strákunum sem nú eru komnir í 16 liða úrslit mótsins. Andstæðingar þeirra í næsta leik eru Ítalirnir Manuel Batista og Giovanni Traina. Magnús og Helgi hafa áður mætt Giovanni Traina í tvíliðaleik en það var á Evrópukeppni B-þjóða í Laugardalshöll í janúar 2007. Þá sigruðu íslensku strákarnir frekar örugglega sem gefur góðar vonir um sigur í kvöld. Leikurinn fer fram kl. 19.15 að íslenskum tíma.

Smellið hér til að fylgjast með gangi mála á HEAD Slovak Open.

Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson

Skrifađ 17. oktober, 2008
ALS