Konov sigraði Magnús Inga

TBR-ingurinn Magnús Ingi Helgason lék í morgun í fyrstu umferð einliðaleiks á alþjóðlega badmintonmótinu HEAD Slovak Open sem fram fer í Presov þessa dagana. Í fyrstu umferð eða 32 manna úrslitum mætti hann Úkraínumanninum Vitaly Konov. Leikurinn endaði með nokkuð sannfærandi sigri Konov 21-14 og 21-18.

Síðar í dag tekur Magnús Ingi þátt í tvíliðaleik á mótinu ásamt Helga Jóhannessyni. Þeir félagar mæta úkraínsku pari, Maksim Marynenko og Mykola Shkliaiev. Úkraínumennirnir hafa ekki tekið þátt í mörgum alþjóðlegum mótum að undanförnu og því erfitt að spá fyrir um möguleika Helga og Magnúsar gegn þeim. Leikurinn hefst kl. 13.25 að íslenskum tíma.

Smellið hér til að fylgjast með gangi mála á HEAD Slovak Open.

Magnús Ingi Helgason

Skrifað 17. oktober, 2008
ALS