Helgi ˙r keppni Ý einli­aleik

Íslandsmeistarinn Helgi Jóhannesson lék í dag í undankeppni alþjóðlega badmintonmótsins HEAD Slovak Open. Alls tóku 58 leikmenn þátt í undankeppninni í einliðaleik karla í dag en aðeins átta komust áfram.

Í fyrstu umferð mætti Helgi Tékkanum Vaclav Benbenek og sigraði örugglega 21-11 og 21-11. Í annari umferð mætti hann Englendingnum Richard Wrigley. Wrigley var töluvert sterkari en Tékkinn og var leikur þeirra Helga jafn og spennandi. Fyrstu lotuna vann Wrigley 21-16 og aðra lotuna vann Helgi 21-14. Það þurfti því að leika oddalotu til að knýja fram úrslit. Oddalotuna sigraði Helgi glæsilega 21-17 og var þar með komin í úrslit í undankeppninni. Í úrslitaleiknum um sæti í aðal mótinu mætti hann Spánverjanum Ernesto Velazquez. Spánverjinn var mjög sterkur, Helgi náði sér ekki á strik gegn honum og tapaði 21-11 og 21-12. Helgi hefur því lokið keppni í einliðaleik.

Á morgun föstudag hefst aðal keppni mótsins. Magnús Ingi Helgason mætir í einliðaleik kl. 8.45 að íslenskum tíma Úkraínumanninum Vitaliy Konov. Ekki er mikið vitað um getu Konov þar sem hann hefur tekið þátt í fáum alþjóðlegum mótum undanfarin misseri.

Þeir Helgi og Magnús Ingi leika einnig í gegn Úkraínumönnum í tvíliðaleiknum á morgun. Leikurinn hefst kl. 13.25 að íslenskum tíma og andstæðingarnir eru þeir Maksim Marynenko og Mykola Shkliaiev. Það verður spennandi að sjá hvort að íslensku strákunum tekst að fylgja eftir góðu gengi á Kýpur um síðustu helgi.

Smellið hér til að fylgjast með gangi mála á HEAD Slovak Open.

Helgi Jóhannesson og Árni Þór Hallgrímsson, landsliðsþjálfari.

Skrifa­ 16. oktober, 2008
ALS