Li­akeppni unglinga Ý Hafnarfir­i

Um helgina fer fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu mót á vegum Badmintonfélags Hafnarfjarðar. Mótið heitir Unglingamót BH og er liðakeppni milli félaga. Leikið er í fjögurra til sjö manna liðum þar sem ekki er gerður greinamunur á strákum og stelpum. Í hverjum leik tveggja liða eru spilaðir þrír einliðaleikir og tveir tvíliðaleikir.

Alls eru um 100 leikmenn í 19 liðum skráðir til keppni um helgina. Keppt er í fjórum flokkum U13, U15 A, U15-U17 B og U17-U19 A. Á laugardeginum keppa U15-U17 B liðin og U17-U19 A liðin. Mæting er kl. 9.30 en keppni hefst kl. 10.00. Áætlað er að keppni ljúki um kl. 16.30 á laugardeginum. Á sunnudeginum keppa U13 og U15 A liðin. Keppni hefst á sama tíma og á laugardeginum en áætlað er að henni ljúki um kl. 18.

Smellið hér til að skoða nákvæma niðurröðun og tímasetningar mótsins.

Skrifa­ 15. oktober, 2008
ALS