Tinna sigursŠl Ý Kaupmannah÷fn

Landsliðskonan Tinna Helgadóttir dvelur í Kaupmannahöfn í vetur þar sem hún er í skiptinámi frá Háskóla Íslands í dönsku. Hún nýtir heldur betur dvölina vel til badmintoniðkunar því hún æfir og keppir með danska félagsliðinu Greve og stundar einnig æfingar í alþjóðlegri æfingamiðstöð félagsins.

Um helgina tók Tinna þátt í opnu A móti á Amager þar sem hún sigraði bæði í einliða- og tvíliðaleik. Tinna var hvorki með röðun í einliða- né tvíliðaleiknum og kom því því nokkuð á óvart í mótinu. Smellið hér til að skoða heimasíðu NBK-Amager sem héldu mótið um helgina.

Tinna tekur einnig þátt í liðakeppninni í Danmörku fyrir hönd Greve en hún leikur með öðru liði félagsins sem er í annari deildinni. Fyrsta lið félagsins leikur í úrvalsdeildinni og eru núverandi danskir meistarar. Fyrir skömmu lék lið Greve 2 í annari umferð liðakeppninnar gegn liði KBK Kaupmannahöfn og sigraði 12-1. Tinna vann báða sína leiki eins og í fyrstu umferðinni og er því ósigruð í liðakeppni vetrarins. Næsti leikur Greve 2 er gegn Hilleröd þann 1.nóvember næstkomandi. Smellið hér til að skoða leikskipulagið í annari deildinni í vetur.

Tinna Helgadóttir

Skrifa­ 14. oktober, 2008
ALS