Miki­ um a­ vera nŠstu helgi

Það er heldur betur mikið um að vera hjá badmintonfólki á Íslandi þessa dagana. Um næstu helgi verða haldin þrjú opin badmintonmót hér á landi og er um ansi fjölbreytt mótahald að ræða.

Óskarsmót KR sem jafnframt er þriðja mótið á SPRON mótaröðinni þetta tímabilið fer fram í Vesturbænum um helgina. Á Óskarsmótinu er keppt í tvíliða- og tvenndarleik í  meistara-, A og B flokki fullorðinna. Síðasti skráningardagur í mótið er í dag mánudag. Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um Óskarsmót KR í tvíliða- og tvenndarleik.

Í Íþróttahúsinu við Strandgötu fer Unglingamót BH fram um næstu helgi. Mótið er liðakeppni milli félaga þar sem keppt er í þremur aldursflokkum; U13, U15 og U17/U19. Síðasti skráningardagur í mótið er í dag mánudag. Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um Unglingamót BH.  

Þriðja og síðasta mótið sem haldið verður um helgina er Haustmót trimmara en það fer fram í TBR húsunum. Keppt verður í tvíliðaleik og fer skráning fram á staðnum. Nánari upplýsingar um mótið má finna með því að smella hér.

Skrifa­ 13. oktober, 2008
ALS