Helgi og Magnús sigruđu á Kýpur

Íslandsmeistararnir Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason sigruðu í tvíliðaleik karla á alþjóðlega badmintonmótinu SOTOX Cyprus International sem fram fer í borginni Nicosia á Kýpur. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslistann.

Þeir Helgi og Magnús Ingi voru ekki með röðun á mótinu og fyrirfram enganvegin taldir líklegir til sigurs. Strákarnir spiluðu hinsvegar af miklu öryggi og sigruðu með glæsibrag. Áður en að úrslitaleiknum kom unnu þeir Magnús Ingi og Helgi meðal annars sterkt danskt par og par frá Wales sem talið var sigurstranglegast að öllum pörum mótsins.

Í úrslitaleiknum lögðu þeir síðan annað danskt par Martin Baatz Olsen og Thomas Fynbo. Fyrri lotan var mjög örugg hjá íslensku strákunum en hana sigruðu þeir 21-18. Í annari lotunni höfðu Danirnir yfirhöndina lengi vel en svo sigu okkar menn framúr og sigruðu 21-16. Frábær árangur hjá íslensku strákunum.

Hér er hægt að skoða öll úrslit á SOTOX Cyprus International með því að smella hér.

Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson

Um næstu helgi taka þeir félagar Magnús Ingi og Helgi þátt í alþjóðlegu móti í Slóvakíu.

Skrifađ 12. oktober, 2008
ALS