Glćstur sigur hjá Magnúsi og Helga

Íslandsmeistararnir Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson unnu glæstan sigur á Walesverjum í tvíliðaleik karla í undanúrslitum á alþjóðlegu badmintonmóti sem nú fer fram á Kýpur.

Þeir Joe Morgan og James Phillips frá Wales voru fyrirfram taldir líklegastir til að standa uppi sem sigurvegarar á mótinu en þeir eru númer 86 á heimslistanum. Íslensku strákarnir létu ekki slíkar spár hafa áhrif á sig og sigruðu í jöfnum og spennandi leik 21-19 og 22-20 eftir að hafa verið undir nær alla seinni lotuna.

Á morgun sunnudag leika þeir Magnús og Helgi því til úrslita í mótinu á Kýpur. Andstæðingar þeirra eru Danirnir Martin Baatz Olsen og Thomas Fynbo. Vitað er að Danirnir eru sterkir en íslensku strákarnir unnu sterkt danskt par í 8-liða úrslitunum og eru því til alls líklegir.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á mótinu með því að smella hér. Athugið að með því að smella á "live scoring" efst í hægra horni úrslitasíðunnar er hægt að fylgjast með framgangi mála á mótinu beint.

Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason

Skrifađ 11. oktober, 2008
ALS