Ipsen sigraði Magnús á Kýpur

Magnús Ingi Helgason beið lægri hlut fyrir Dananum Kasper Ipsen á alþjóðlega badmintonmótinu SOTOX Cyprus International sem fram fer í borginni Nicosia á Kýpur. Fyrri lotan var nokkuð jöfn en endaði með sigri Ipsen 21-16. Í seinni lotunni hafði Daninn yfirhöndina allan tíman og sigraði 21-9. Magnús Ingi hefur þar með lokið keppni í einliðaleik á mótinu en síðar í dag leikur hann í 8-liða úrslitum í tvíliðaleik ásamt Helga Jóhannessyni.

Smellið hér til að fylgjast með gangi mála á SOTOX Cyprus International.

Magnús Ingi Helgason

Skrifað 10. oktober, 2008
ALS