Helgi og Magnús líka áfram í tvíliðaleik

Íslandsmeistararnir Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason sigruðu alla andstæðinga sína á alþjóðlega badmintonmótinu SOTOX Cyprus International í dag.

Í kvöld léku þeir tvíliðaleik gegn pari frá Kýpur og sigruðu örugglega 21-15 og 21-9. Fyrr í dag léku þeir einnig gegn heimamönnum í einliðaleik og sigruðu örugglega.

Á morgun föstudag leika þeir félagar því í átta liða úrslitum í tvíliðaleik og sextánliða úrslitum í einliðaleik. Í öllum tilvikum eru andstæðingar þeirra Danir.

Smellið hér til að fylgjast með gangi mála á SOTOX Cyprus International.

Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson

Skrifað 9. oktober, 2008
ALS