Magnús Ingi sigraði

TBR-ingurinn Magnús Ingi Helgason sigraði andstæðing sinn í fyrstu umferð einliðaleiks karla á alþjóðlega badmintonmótinu SOTOX Cyprus International í dag.

Andstæðingur Magnúsar, Charis Charalambous, er heimamaður eins og andstæðingur Helga sem hann sigraði fyrr í dag. Leikur þeirra Magnúsar Inga og Charalambous stóð yfir í 22 mínútur og sigraði Magnús 21-12 og 21-19. Magnús Ingi mætir sterkum Dana, Kasper Ipsen, í annari umferð sem spáð er að komist alla leið í úrslit á mótinu. Það stefnir því í erfiða viðureign hjá Magnúsi á morgun en leikurinn fer fram kl. 10.30 að íslenskum tíma.

Klukkan 16.40 hefst tvíliðaleikur þeirra Magnúsar Inga og Helga. Smellið hér til að fylgjast með gangi mála á SOTOX Cyprus International.

Magnús Ingi Helgason

Skrifað 9. oktober, 2008
ALS