Helgi örugglega áfram á Kýpur

Íslandsmeistararnir Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason taka þátt í alþjóðlega badmintonmótinu SOTX Cyprus International sem hófst í borginni Nicosia á Kýpur í dag.

Helgi átti í litlum vandræðum með andstæðing sinn í fyrstu umferð einliðaleiksins, Nikolas PANAGIOTOU, og sigraði örugglega 21-4 og 21-11. Búast má við mun erfiðari leik í annari umferðinni hjá Helga en þar bíður Daninn Martin Baatz Olsen sem einnig sigraði andstæðing sinn örugglega í fyrstu umferðinni.

Magnús Ingi mætir kl. 15 að íslenskum tíma einnig heimamanni í fyrstu umferð einliðaleiksins, Charis CHARALAMBOUS. Charalambous er frekar óskrifað blað og óljóst við hverju er að búast hjá Magnúsi Inga. Miðað við almennt gengi Íslands gegn Kýpur í landsleikjum er þó talið líklegt að Magnús komist áfram í aðra umferð líkt og Helgi. Ísland hefur fimm sinnum mætt Kýpur í landsleik og sigrað örugglega í öll skiptin.

Þeir Helgi og Magnús leika síðan saman tvíliðaleik kl. 16.40 í dag. Tvíliðaleikurinn er á svipuðum nótum og einliðaleikurinn hjá strákunum þ.e. þeir mæta óþekktum heimamönnum og eru taldir líklegir til að komast áfram í aðra umferð mótsins.

Smellið hér til að fylgjast með gangi mála á SOTOX Cyprus International.

Skrifađ 9. oktober, 2008
ALS