Nýr heimslisti - Ragna númer 48

Alþjóða Badmintonsambandið (BWF) gaf út nýjan heimslista í dag.

Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir er númer 48 á heimslistanum. Hún hefur hækkað um þrjú sæti síðan í síðustu viku en þá var hún í sæti nr. 51. Hún hefur best náð sæti nr. 38 á árinu 2007 en hún hefur lækkað um 22 sæti frá áramótum.

Hægt er að skoða heimslistann í heild sinni á heimasíðu BWF.

Einu Evrópubúarnir á topp 5 heimslistans eru tvenndarleiksparið Gail Emms og Nathan Robertsson frá Englandi en allir aðrir eru leikmenn frá Asíu.

Skrifað 18. oktober, 2007
ALS