Atlamót nćsta mót á SPRON mótaröđinni

SPRON mótaröð Badmintonsambands Íslands heldur áfram um næstu helgi en þá fer fram annað mótið á mótaröðinni þennan veturinn, Atlamót ÍA. Keppt verður í öllum greinum í meistara, A- og B-flokki. Keppni hefst um hádegi á laugardag og heldur áfram frá kl. 10.00 á sunnudag.

Þau Helgi Jóhannesson, TBR, og Ida Larusson, BH, eru með forystu á mótaröðinni eftir fyrsta mótið. Líklegt er að Helgi missi forystuna í karlaflokki því hann verður við keppni erlendis um næstu helgi. Ida verður hinsvegar á meðal keppenda og spurning hvort að hún nái að halda forystunni.

Síðasti skráningardagur í mótið er í dag mánudag. Nánari upplýsingar má finna með því að smella hér.

Skrifađ 6. oktober, 2008
ALS