Ţrír ţrefaldir á Akureyri

Um helgina fór fram á Akureyri fyrsta unglingamót vetrarins, Haustmót TBA. Mótið var spilað í Íþróttahöllinni á Akureyri en þar var einnig boðið uppá gistingu fyrir félögin. Mótið gekk vel og var búið um hádegisbil á sunnudag.

Þrír leikmenn náðu þeim frábæra árangri að sigra þrefalt í sínum flokkum. Sigríður Árnadóttir, TBR, sigraði þrefalt í U13 flokknum, Margrét Jóhannsdóttir, TBR, sigraði þrefalt í U15 flokknum og Aron Ármann Jónsson, TBR, sigraði þrefalt í U17 flokknum. Nánari úrslit allra flokka má finna með því að smella hér.

Skrifađ 5. oktober, 2008
ALS