Helgi og Ida međ forystu á SPRON mótaröđinni

Fyrsta mótið á SPRON mótaröð Badmintonsambandsins, TBR OPIÐ, fór fram um síðustu helgi. Mótið var það fyrsta af níu mótum mótaraðarinnar. Þeir leikmenn sem hljóta flest stig í öllum keppnisgreinunum í sínum flokki samanlagt verða verðlaunaðir þegar mótaröðinni lýkur í vor.

Eftir fyrsta mótið er Helgi Jóhannesson, TBR, með forystu í meistaraflokki karla en í öðru sæti er Magnús Ingi Helgason, TBR. Í meistaraflokki kvenna er Ida Larusson, BH, með forystu og í öðru sæti er Elín Þóra Elíasdóttir, TBR. Þá eru þau Sigrún María Valsdóttir, BH, og Aron Ármann Jónsson, TBR, með forystu á mótaröðinni í A-flokki.

Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um SPRON mótaröð BSÍ og hér til að skoða stöðu leikmanna á lista mótaraðarinnar.

Skrifađ 3. oktober, 2008
ALS