EM - Broddi sigrađi örugglega

Evrópumót öldunga fer fram þessa dagana í bænum Punta Umbria á suður Spáni.

Broddi Kristjánsson hóf keppni í mótinu á hádegi í dag þegar hann mætti Englendingnum David Pratt. Leikur þeirra Brodda og Pratt tók aðeins 15 mínútur og lauk með öruggum sigri Brodda 21-9 og 21-11. Á morgun miðvikudag mætir Broddi því í 16-manna úrslitum Pólverjanum Zbigniew Bartosz. Bartosz sigraði mjög naumlega í 32-manna úrslitum hollenskan andstæðing.

Indriði Björnsson leikur einnig í mótinu á morgun en þá mætir hann og pólskur meðspilari tékknesku pari í tvíliðaleik karla 40+.

Smellið hér til að fylgjast með gangi mála á Evrópumóti öldunga. Ef smellt er á hnappinn "live score" efst í hægra horni síðunnar er hægt að fylgjast með leikjunum beint.

Skrifađ 30. september, 2008
ALS