Niđurröđun Óskarsmóts KR komin á netiđ

Hið árlega Óskarsmót sem haldið er til minningar um Óskar Guðmundsson sem var margfaldur Íslandsmeistari og formaður Badmintondeildar KR um áraraðir, fer fram á sunnudaginn kemur 21.október.

Mótið hefst stundvíslega kl. 9:30 en salurinn opnar kl. 9:00 Margir af bestu badmintonspilurum landsins taka þátt í mótinu og verður keppt í meistara og A flokkum karla og kvenna. Leikið er í riðlum. Aðeins er keppt í tvíliða- og tvenndarleik í þessu móti en eftir áramótin er aftur Óskarsmót þar sem aðeins verður keppt í einliðaleik.

Niðurröðun mótsins má nálgast á heimasíðu Badmintondeildar KR eða með því að smella hér. Mótstjórn áskilur sér rétt til að breyta tímasetningum ef með þarf. Mótstjóri er Reynir Guðmundsson.

Skrifađ 18. oktober, 2007
ALS