Fyrsta unglingamótiđ á Akureyri um nćstu helgi

Um næstu helgi fer fram á Akureyri fyrsta unglingamót vetrarins í badminton, Unglingamót TBA. Leikið verður í Íþróttahöllinni á Akureyri. Mótið er A-mót og því opið öllum unglingum í flokkunum U13-U19.

Keppni hefst á laugardag kl. 10.00 en reiknað er með að leikið verði fram í undanúrslit þann dag. Á sunnudeginum hefst keppni kl. 9.00.

Það er alltaf mjög spennandi að sjá hvernig veturinn fer af stað í unglingaflokkunum, leikmenn færast upp á milli flokka annaðhvert ár og því erfitt að spá fyrir um hverjir verða sigursælastir.

Síðasti skráningadagur í Unglingamót TBA er í dag. Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um mótið.

Skrifađ 29. september, 2008
ALS