EM - Indri­i tapa­i fyrir Thomas

Í morgun hófst á Spáni Evrópumót öldunga í badminton. Þeir Indriði Björnsson (40+) og Broddi Kristjánsson (45+) taka þátt í mótinu fyrir Íslands hönd.

Indriði hóf keppni í morgun þar sem hann tók þátt í einliðaleik. Hann mætti þýska meistaranum Thomas Knaack í fyrstu umferð og beið lægri hlut 21-15 og 21-12. Indriði hefur þar með lokið keppni í einliðaleik þar sem keppt er með hreinni útsláttarkeppni. Hann mun þó leika aftur á miðvikudag en þá tekur hann þátt í tvíliðaleik ásamt pólskum meðspilara.

Á morgun þriðjudag verður Broddi Kristjánsson síðan í eldlínunni á Spáni. Hann mætir í fyrstu umferð enskum mótherja, David Pratt. Lítið er vitað um Pratt en Badminton Europe telur Brodda þó sigurstranglegri því hann er raðaður 5/8 og þar með talin á meðal 5-8 bestu í 45+ flokknum.

Smellið hér til að fylgjast með gangi mála á Evrópumóti öldunga á Spáni.

Broddi Kristjánsson

Broddi Kristjánsson hefur oftast allra badmintonmanna orðið Íslandsmeistari eða 43 sinnum.

Skrifa­ 29. september, 2008
ALS