Opna TBR mótiđ um helgina

Fyrsta mótið á SPRON mótaröð BSÍ fer fram um helgina í TBR-húsunum og ber heitið TBR OPIÐ. Alls eru rúmlega sjötíu þátttakendur skráðir til keppni frá fimm félögum.

Í meistaraflokki karla eru Íslandsmeistararnir bæði í einliða- og tvíliðaleik á meðal þátttakenda, Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason. Hjá konunum vantar nokkrar af bestu badmintonkonum landsins. Ragna Ingólfsdóttir er nýkomin úr krossbandaaðgerð og getur því ekki verið með að þessu sinni og Tinna Helgadóttir æfir og keppir erlendis um þessar mundir. Þá hafa landsliðskonurnar Katrín Atladóttir og Sara Jónsdóttir dregið sig í hlé frá keppni um sinn. Bæði í karla- og kvennaflokki eru margir nýliðar að stíga sín fyrstu skref við keppni í meistaraflokki og verður spennandi að sjá hvernig þeim vegnar í baráttunni á meðal þeirra bestu.

Í einliðaleik verður keppt í riðlum en með hreinum útslætti í tvíliða- og tvenndarleik. Keppni hefst kl. 10.00 á laugardag og má reikna með að síðustu leikirnir séu að fara í gang um kl. 17.30. Á sunnudeginum hefst keppni einnig kl.10.00 en mótinu lýkur væntanlega um kl.16 þann dag.

Smellið hér til að skoða niðurröðun í TBR OPIÐ um helgina.

Skrifađ 24. september, 2008
ALS