Dregiđ í EM öldunga

Um helgina var dregið í Evrópumót öldunga sem fram fer á Spáni í lok mánaðarins. Broddi Kristjánsson og Indriði Björnsson keppa í mótinu fyrir Íslands hönd.

Indriði sem leikur í 40+ flokknum mætir í fyrsta einliðaleik þýska meistaranum Thomas Knaack. Hann keppir einnig í tvíliðaleik ásamt Piotr Kalinkowskien frá Póllandi en þeir sitja hjá í fyrstu umferð keppninnar.

Broddi er fyrirfram talin einn af 5-8 sterkustu einliðaleiksspilurunum í sínum flokki, 45+. Hann mætir í fyrstu umferð Englendingnum David Pratt.

Smellið hér til að skoða niðurröðunina. Nánar um Evrópumót öldunga má finna á heimasíðu Badminton Europe.

Skrifađ 22. september, 2008
ALS