Fyrsta badmintonmót vetrarins skammt undan

Helgina 27.-28.september fer badmintontímabilið af stað fyrir alvöru en þá fer fram fyrsta mót vetrarins. Það eru TBR-ingar sem riða á vaðið með fullorðinsmótið TBR Opið sem er hluti af SPRON mótaröð BSÍ.

Keppt verður í riðlum í einliðaleik en með hreinni útsláttarkeppni í tvíliða- og tvenndarleik.  Keppni hefst kl. 10.00 á laugardeginum. Síðasti skráningardagur í mótið er næstkomandi mánudagur 22.september kl. 12.00. Nánari upplýsingar um mótið má finna með því að smella hér eða á heimasíðu Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur www.tbr.is.

Skrifað 19. september, 2008
ALS