Landsli­sŠfingar um helgina

Um helgina verða leikmenn A og U19 landsliðanna í æfingabúðum hjá landsliðsþjálfaranum Árna Þór Hallgrímssyni. Árni Þór hefur fylgst vel með leikmönnum í sumar en þá var lögð mikil áhersla á að farið væri eftir lyftinga- og hlaupaáætlunum til að efla grunn líkamsástand. Um helgina verður lögð meiri áhersla á badmintonið sjálft enda styttist óðum í fyrsta landsliðsverkefni vetrarins, Iceland SPRON International.

Á laugardag æfir U19 hópurinn kl. 12-14 og A hópurinn kl. 14-16. Á sunnudag æfir U19 hópurinn kl. 9.00-10.30 og A hópurinn kl. 10.30-12.00. Eftir hádegi á sunnudag æfa síðan kynin í sitthvoru lagi, stelpurnar kl. 13.00-14.30 og strákarnir kl. 14.30-16.00.

Smellið hér til að skoða lista yfir leikmenn í landsliðshópum BSÍ veturinn 2008-2009.

Helgi Jóhannsson, Ragna Ingólfsdóttir og Árni Þór Hallgrímsson, landsliðsþjálfari

Skrifa­ 18. september, 2008
ALS