Hnéađgerđ Rögnu gekk vel

Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir lenti í því mikla áfalli um mitt árið 2007 að slíta krossband á vinstra hné. Eftir að hafa skoðað málin vel ákvað Ragna, þrátt fyrir meiðslin, að halda áfram æfingum og baráttu sinni við að komast á Ólympíuleikana í Peking. Eftir mikið erfiði, ferðalög um allan heim, strangar æfingar og endalausar aukaæfingar vegna meiðslanna tókst Rögnu að vinna sér þátttökurétt á leikunum og komast alla leið til Peking.

Í vikunni fór Ragna svo í langþráða aðgerð á hnénu. Samkvæmt læknum Rögnu gekk aðgerðin vel en bæði krossbönd og liðþófi voru löguð. Engar sjáanlegar skemmdir voru á brjóski sem betur fer en óttast var um slíkar skemmdir vegna þess að Ragna hélt áfram æfingum þrátt fyrir meiðslin. Framundan er löng og ströng endurhæfing og ljóst að Ragna tekur ekki þátt í badmintonmótum næstu mánuði.

Ragna Ingólfsdóttir

Skrifađ 11. september, 2008
ALS