Tinna sigursćl í Danmörku

Um helgina fór fram í Holte í Danmörku opið badmintonmót sem fjórtán íslenskir leikmenn frá þremur félögum tóku þátt í.

TBR-ingurinn Tinna Helgadóttir spilaði vel á mótinu og sigraði í einliðaleik og tvenndarleik ásamt bróður sínum Magnúsi Inga Helgasyni. Þau Tinna og Magnús léku í A-flokki á mótinu en einnig var keppt í C-flokki.

Birgitta Rán Ásgeirsdóttir frá Badmintonfélagi Akraness vann einnig til verðlauna á mótinu en hún sigraði í tvenndarleik í C-flokki ásamt dönskum meðspilara.

Úrslit mótsins í Holte um helgina má nálgast á heimasíðu Holte Badmintonklub.

Magnús Ingi Helgason og Tinna Helgadóttir í tvenndarleik á A móti í Holte í Danmörku.

Skrifađ 9. september, 2008
ALS